Jamm, laugardagskvöld og Eurovision 50 ára
Jamm gott fólk þá erum við nær því að vita hvaða lag er bestasta lagið af öllum lögunum sem hafa unnið í Júróvisíón...gallinn er bara sá að bestu lögin eru auðvitað Eurovísa með Botnleðju og Tangó með Heiðu...get bara ekki gert upp á milli þeirra.
Kvöldið búið að vera ljúft. Börnin að glápa á keppnina með mér, reyndar fór Matthías í rúmið á réttum tíma, enda virtist hann engan veginn geta haldið utan um það hvaða lag væri næst þrátt fyrir að ég sýndi honum blaðið ;) Svo að hann er núna væntanlega þátttakandi í sinni eigin söngvakeppni í draumaheimi...Matthíasarvision þar sem væntanlega lagið Dvel ég í Draumahöll er ekki á efnisskránni.hehe. Hann fílar það nú ekki alltaf þegar pabbi byrjar að raula þessa vögguvísu úr Dýrunum í Hálsaskógi...búið að skilyrða piltinn á Pavlovska vísu (ég er ekki að tala um marengstertu hér)
Jamm nú fáum við að vita hvaða lag er best...einkennileg árátta í kringum aldamótin...orðinn þreyttur á öllum þessum listum yfir best þetta og hitt síðustu aldar...já táknrænt að lagið Vatnsklósett vann þessa keppni...írónían er yndisleg.
Til lukku ABBA þið eruð æði...hlakka til eftir 50 ár þegar þessi keppni verður endurtekin. Þá verð ég 84 ára og barnabörnin líklega að vélrita á hólógramið sitt og hlustandi ekki á mp3 lög heldur mp330000 lög eða whatever...lifið heil og Evrópa til hamingju með þessa ótrúlegu stund í sögunni.
kveðja,
Arnar Thor
Kvöldið búið að vera ljúft. Börnin að glápa á keppnina með mér, reyndar fór Matthías í rúmið á réttum tíma, enda virtist hann engan veginn geta haldið utan um það hvaða lag væri næst þrátt fyrir að ég sýndi honum blaðið ;) Svo að hann er núna væntanlega þátttakandi í sinni eigin söngvakeppni í draumaheimi...Matthíasarvision þar sem væntanlega lagið Dvel ég í Draumahöll er ekki á efnisskránni.hehe. Hann fílar það nú ekki alltaf þegar pabbi byrjar að raula þessa vögguvísu úr Dýrunum í Hálsaskógi...búið að skilyrða piltinn á Pavlovska vísu (ég er ekki að tala um marengstertu hér)
Jamm nú fáum við að vita hvaða lag er best...einkennileg árátta í kringum aldamótin...orðinn þreyttur á öllum þessum listum yfir best þetta og hitt síðustu aldar...já táknrænt að lagið Vatnsklósett vann þessa keppni...írónían er yndisleg.
Til lukku ABBA þið eruð æði...hlakka til eftir 50 ár þegar þessi keppni verður endurtekin. Þá verð ég 84 ára og barnabörnin líklega að vélrita á hólógramið sitt og hlustandi ekki á mp3 lög heldur mp330000 lög eða whatever...lifið heil og Evrópa til hamingju með þessa ótrúlegu stund í sögunni.
kveðja,
Arnar Thor
Ummæli
kveðja,
Arnar Thor